6.3.2010 | 12:54
Næst kýs ég Ólaf Ragnar bjóði hann sig fram.
Það er skoðun mín að það eigi að meta menn af störfum sínum. Aldrei hef ég kosið Ólaf Ragnar hvorki til forseta eða þegar hann var í pólitíkin. Ég hef þvert á móti verið tilbúinn að leggja mitt að mörkum til að hann vær ekki kosinn. En nú hefur hann sýnt að hann er réttsýnni og kjarkaðri en ég hafði nokkurn tímann trúað. Það að fara gegn sínum gömlu félegum í Alþýðubandalaginu og stoppa þessa Icesave vitleysu sýnir meir kjark en flesti íslenskir stjórnamálamenn þyrðu að sýna. Síðan hvernig Ólafur hefur talað máli Íslands á erlendri grundu er einsdæmi. Á stuttum tíma hefur honum tekist að breyta sterkum vindi í fangið í golu í bakið. Á sama tíma tönglast forsætisráðherrann á því að þessi kosning hafi ekkert að segja og ætla að sitja heima. Kannski er það sem okkur vantar nú á þessum örlaga tímum þ.e fleiri stjórnmálmenn líkum Ólafi Ragnari. Ef Ólafur bíður sig fram aftur til forseta þá held ég bar að ég kjósi hann.
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta sem þú segir er stór hluti af vandamáli íslands.. .Óli grís tók þátt í ruglinu, hann er sekur; Nú sendir hann þetta í þjóðaratkvæðagreiðlsu.. og kýs; BANG þú búinn að gleyma öllu og ætlar að kjósa hann :)
Gaurinn ældu þvílíkum ósköpum út úr sér.. að það þurft að vera að leiðrétta hann sí og æ; Hann segir svo eitthvað af viti síðar; Bang þú dáir manninn.
Þetta er stórt vandamál á íslandi, hversu fljótir menn eru að gleyma, hversu létt er fyrir glæpamenn að segja bara eitthvað X og allir gleyma glæpum þeirra og fúski
DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:32
Ég er að nokkru sammála þér Egill, Ég hef verið (og er) einn hatrammasti andstæðingur Ólafs í embætti forsætisins, með hans forttíð sem stjórnmálamaður. Þegar hann svo setti fjölmiðlalöginn í hendur þjóðarinnar, þá var ég svo hrifinn af því að ég kaus hann í forsætiskosningunum sem voru stuttu seinna. Þegar hann var svo aftur komin í stólinn, þá fannst mér hans rétta eðli hafa komið fram, þegar hann tók af þjóðinni möguleikann á að kjósa um fjölmiðlalögin, en það gerði hann með því að skrifa undir brottfellingarlöginn. Þarna koma hans vilji fram, en hann vildi ekki að vilji þjóðarinnar kæmi fram. Þetta er í eina skiptir sem ég hef lýst því yfir að ég hafi kosið vitlaust.
Ákvörðun hans núna er mjög virðingaverð og ég verð að taka undir það að hann hefur staðið sig frábærlega bæði með áfrýjunina og í erlendum fjölmiðlum og þessi ákvörðun hans og einnig ríkistjórnarinnar er mikilvæg í því að festa þennan rétt og koma í veg fyrir að menn ræði seinna um rétt forsetans til að skjóta málum til þjóðarinnar.
Það þarf aftur á móti tryggja að réttur lýðsins til þjóðaratkvæðagreiðslu sé óháður vilja þings eða forseta. Nú er viðbúið að forsetakosningar verði pólitískar og ef forseti kemur úr einhverjum stjórnarfloknum, þá er borin von til þess að þjóðin fái að taka þátt í sínum málum hvorki stórum né smáum, eins og t. d. það að ganga í ESB
Ég vil að lokum hvetja alla til að taka þátt í kosningunni, ef menn finnst kosningin vitlaus, þá eiga menn að skila auðu, en umfram allt að taka þátt í henni. Þannig sýnum við þjóðin vill taka þátt í málum sem skipta hana miklu.
Það má svo sem segja að hvorki þetta mál né fjölmiðlamálið hafi verið heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er allt annað mál
Kristinn Sigurjónsson, 6.3.2010 kl. 13:48
Þú kemur að kjarna málsins Kristinn. Eftir hrunið er og atburðarás síðustu ára er það deginum ljósara að stjórnkerfið hjá okkur er gallað. Partur að uppbyggingarstarfinu er að endurbyggja stjórnkerfið. Eitt stærst hlutver grasrótarinnar er að veita stjórnmálamönnunum aðhald. Ég er búinn að vera í sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef mikla þörf fyrir að ræða pólitík. Ég er að upplifa það nú að innan flokksins er enginn vettvangur til að ræða pólitík. Hlutverk okkar í grasrótinni er að mæt á fundi og spyrja örstuttra spurninga, helst í sms formi. Þetta er óþolandi. Þessu ætla ég að breyta. Ef það tekst ekki þá vil ég að ritað verði minningargreinina. "Hann reyndi þó allavega".
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.