27.2.2010 | 08:09
Rotturnar stökkva frá borði.
Sagt er að þegar fley farast finni rotturna það á sér og yfirgefi fleyið í síðustu höfn. Síðan eru það óskráðar reglur að stjórnendur reyni að koma áhöfninni til bjargar fyrst, en síðastur frá borði fer skipstjórinn. Mér sýnist fjármálasnillingarnir vera í hlutverki rottanna og skilji hina óbreyttu eftir með skaðann. Dæmin eru fjölmörg. Svava Grönfeldt sem var í stjórn peningamarkaðsbréfa Landsbankans seldi fyrir tugi miljóna rétt fyrir hrun. Þá er það frægt þegar Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu seldi hlutabréfin sín rétt fyrir hrun LÍ. Snillingarnir setja húsin á konuna og börnin. Leiðirnar eru margar og fjölbreytilegar. Eftir situr almenningur með skaðann. Þannig fæ ég ekki betur séð en að hlutverk fjármálasnillinganna sé skýrt. Björgum okkur frá borði. Látum almenning um að þrífa skítinn.Þeir eiga það sameiginlegt með rottunum að stökkva frá borði. Nú virðist vera sem svo að sjálfur Bónusbóndinn hafi séð smugu og bjargað húsinu í Ameríku. Nú getur hann selt það og greitt fyrir hlutinn í Bónus sem hann hefur forkaupsrétt að í boði Arion.
Setti hús í bandarískt félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Forkaupréttinn í hlut Bónus, greiðir hann með lánsfé, sem hann að sjálsögðu endurgreiðir aldrei. Til hvers?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:50
nú er tími til komin að svelta svínið og hætta að versla í þeirra búðum
Maggi (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 10:40
Veit einhver um þessar lánastofnanir sem maður þarf ekki að borga til baka.???? Ég hlýt að hafa villst inn í vitlaust lánafyrirtæki því ég fæ alltaf rukkun frá þeim.
Ég myndi líkja útrásarvíkingunum eins og blöðrulistamönnum. Þeir fóru aðeins framúr sér í showinu. Þeir blésu upp dýrðum skreyttan loftbelg sem sprakk, en þeir eru snillingar í að flækja litlu blöðrurnar og enginn kemst með hæla þar sem þeir eru löngu gengnir.
Ég tala seint fyrir hönd þessarra víkinga. ...En hvað hefði maður gert í þeirra sporum? Ef þú ættir stórt hús og svo væri bankað uppá hjá þér og tilkynnt að húsið væri hirt af þér, en þú myndir færa eignina yfir á hundinn þinn sem væri ekki hægt að lögsækja, eða eitthvað álíka fáránlegt. Þjófnaður og ekki þjófnaður. Sjálfsbjargarvitleytni ?? Kannski. Þetta eru engir bjánar þó það hafi klikkað að blása upp loftbelginn í showinu. En þeir eru bjánar ef þeir hafa ekki lifað tvöföldu peningalífi. Það er að segja. Fengið 1000kr. gamblað með 500kr og stungið hinum undan í skattaskjól. Ég trúi því ekki að Jóhannes í Bónus eða hinir víkingarnir verði alveg staur þó að öll fyrirtækin verði hirt af þeim. Þeir hljóta að eiga hundruðu milljóna í skattaskjólum eða álíka góðum felustað.
Birkir Ingason (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 12:59
Hann mun flýja land fljótlega.
Til hvers haldið þið að þessi drullusokkur hafi keypt þetta hús.
Sveinn Elías Hansson, 27.2.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.