Ef eitthvað er til sem heitir réttlæti.

Til hvers eru dómstólar. Í mínu huga eru þeirra hutverk að leita af réttlæti. Þannig hljóta þeir að dæma þannig að út komi hámarks réttlæti í hverju máli. Ef það er hámark réttlætisins að barnungir íslendingar sem hvergi komu nærri þessu (peninga)rugli sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim skuli bera skaðan af hamförunum sem hlotist hefur af Icesave. Þá hafa formerin á réttlætinu snúist við. Breta og Hollendingar vilja ekki að þetta mál fari fyrir dómstóla. Af hverju? Af því að þessir aðilar eru með alt í brókinni og sjá réttlætið í að setja skaðann á íslens börn. Ég verð að játa að ég fæ orði hroll þegar ég sé mynd af þeim Brown og Darling. Aldrei hefur verið nauðseinlegra en nú að Íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og spili rétt úr þeirri stöðu sem nú er uppi. 


mbl.is Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Steinarsson

Ja þetta er hið ótrúlegasta mál en svo tekur dómurinn ekki gildi strax heldur hefur löggjafinn mánuð til að  breyta lögunum til þess að stoppa upp í gatið. Sem sagt það á að semja afturvirk lög til að gera ólöglegan gjörning í fortíðinni löglegan. Er þá grundvöllur okkar að fara með mál íslenskra hagsmuna fyrir dóm í Bretlandi brostinn??? Svo hlýtur maður að spyrja sig ef það er ólöglegt að nota hryðjuverkalög til að frysta eigur meintra hryðjuverkamanna hvað þá um frystingu eigna annarra.

Þetta þarf virkilega á almennilegra fréttaskýringu að halda

Árni Þór Steinarsson, 27.1.2010 kl. 19:23

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta kemur málið því er snýr að frystingu eigna LB ekkert við.  Allt annað.  Meir að segja ekki sömu lög - og reyndar segir dómurinn að það hefði átt að nota lögin frá 2001.  EN og það er mikilvægt EN - málið er að frystingarlögin gegn LB voru ekkert hryðjuverkalög.  Það er þjóðsaga.  Mýta.  Önnur lönd gerðu nákvæmlega það sama varðandi erlendar eignir ísl. bankanna ss. Holland, þýskaland - og Noregur líka held eg og etv finnland.  Í UK tilfellinu eru frystingarlög varðandi eignir og efnahagslegar neyðarráðstafanir þarna inní heildarlögunum er varða terror dæmi og hafa sumir gangrýnt það í UK - en aðeins var beitt þeim hæuta er varða efnahag og þess háttar.

"Þetta þarf virkilega á almennilegra fréttaskýringu að halda"

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/8483266.stm

Q&A: Freezing terror assets

So it doesn't mean that the government can't freeze assets?

Not at all. The Supreme Court simply said it's for Parliament to decide because the UK is a democracy. There is another system already in force which Parliament enacted in 2001. The justices said these older sanctions included proper safeguards - but the regime introduced via the UN lists were "draconian" because they lay outside the scope of Parliamentary scrutiny.

Why is it unlawful?

...

The court said there were two fundamental problems with the system. The first part of the regime, the Terrorism (United Nations Measures) Order 2006 was unlawful because the Treasury had declared it could freeze people's assets on the basis of reasonable suspicion - something Parliament had not been asked about. The original UN system does not go as far as including people suspected of terrorism - only those with a proven link.

The second part of the system is the al-Qaeda and Taliban (United Nations Measures) order 2006. The justices said this was flawed because individuals could not challenge a decision to list them as a terrorist - there was no realistic right of appeal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2010 kl. 00:41

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Ómar:  Allir fjölmiðlar landsins og margir erlendir, sem og þingmenn og ráðherrar á Íslandi hafa alltaf talað um að Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum varðandi ákveðna Íslenska banka og dótturfélög þeirra í Bretlandi haustið 2008.  Þú ert eini maður sem ég hef séð hingað til halda því fram að þetta hafi verið "frystingarlög" byggð á einhverju öðru.

Rökstuddu það en ekki koma með langlokusvör um önnur mál.

Spurningin er einföld:  Voru lögin byggð á Hryðjuverkalögunum eða ekki ?  Og ef ekki hvernig rökstyður þú það, þar sem öðru hefur opinberlega hérlendis og erlendis verið haldið fram.

Jón Óskarsson, 28.1.2010 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband