21.1.2010 | 23:16
Nú er tíminn þar sem menn gera kröfur.
Ég var að skrifa undir kröfu þar sem ég krafðist þess að menntun barnanna minna væri ekki skorin niður. Stuðningsfólk SÁÁ er með tónleika í kvöld þar sem krafist er að ekki verði skorið niður hjá þeim. Kröfurnar koma alstaðar að. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að raða kröfunum rétt niður og vega það og meta hvaða krafa er réttlát og hver ekki. Stóra spurningin er um réttlæti. Það er eins eðlileg spurning eins og mest getur verið að spurt sé. Er arðurinn af sjávarauðlindinni réttlátlega skipt niður á þá sem hana eiga? Er orkunni sem við eigum skipt réttlátlega á milli þeirra sem hana eiga? Ef eitthvað er til sem heitir réttlæti, þá verðum við að leita af því og finna það.
Þess krafist að stjórnvöld falli frá fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það sé bara þónokkuð til í þessu. Má ég vitna í þetta?
Jón Halldór Guðmundsson, 22.1.2010 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.