Yfirþrýstingur í sjávarútvegi.

Í kvöld í Kastljósi áttust þau við Ólína Þorvarðardóttir og Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. Fyrir þátt var vitað að umræðurnar færu á yfirþrýsting strax á fyrstu sekúndunum. Enda hver var reyndin ? Friðrik lýsir þeirri hættu á að flotinn sigli í land og Ólína hótar á móti að kvótinn verði þá tekinn af útgerðamönnum. Síðustu 15-20 árin er umræðan búinn að vera í nákvæmlega þessum farvegi. Þetta er sorglegt. Að ekki skuli vera pláss í umræðunni um skinsamlegar viðræður manna á milli. Að sumu leiti er útgerðamönnum nokkur vorkunn með það að vita ekki hvort kvótinn verði í þeirra höndum í framtíðinni. Hins vegar hafa útgerðamenn ekki bara ráðið umræðunni, eða umræðuleysinu heldur hafa þeir ráðið reglum sjávarútvegsins síðustu ár. Ég fer aldrei ofan af því að markaðsumgjörðin í kringum viðskipti með aflaheimildir eru markaðsumgjörð fáránleikans. Engar kvaðir eða skilgreiningar eru á úthlutun aflaheimilda. Af hverju eru stjórnvöld ekki búinn að skera úr með að viðbót, ef til þess komi fylgi þeim aflaheimildum eða hvort þær verði seldar sér. Þetta er grundvallar spurning til verðlagningar, þegar verslun með aflaheimildir eiga sér stað. Oft þarf að stöðva viðskipti með hlutabréf ef svo ber undir og skýringa er krafist. Aldrei þarf að stöðva viðskipti með aflaheimildir. Jafnvel þó leiguverð á heimildum fari hærra en fæst fyrir fiskinn á markaði. Þarna hafa stjórnvöld gjörsamlega brugðist skildu sinni. Það á ekki að taka eitt einasta kíló af útgerðamanni sem getur staðið við sínar skuldbindingar. Hins vegar á að taka allar þær heimildir í ríkissjóð af þeim sem hafa yfirkeyrt sig í fjárfestingum. Ætla má að það yrði ca 50% af öllum kvótanum. Síðan á að skapa heilbrigt og heiðalegar regluverk í kringum viðskipti með aflaheimildir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband