Selja meira og drekka minna.

Stundu finnst mér skilaboðin í áfengismálum yfirvalda vera þau að á.t.v.r á að selja meira en Íslendingar eiga að drekka minna. Á.t.v.r hefur á síðustu áratugum stöðugt verið að bæta þjónustu sína auk þessa að fjölga útsölustöðum. Væntanlega er þetta gert til að bæta þjónustuna við viðskiptavini og auka sölu. Á sama tíma hafa sömu yfirvöld verið að hvetja til minni áfengisdrykkju. Á.t.v.r auglýsir að menn geti jafnvel orðið eins og svín ef menn drekka of mikið. Þetta er einhvernvegin ekki að ganga upp. Þó er kannski alvarlegast að spara á í efni öryggisnetsins  í áfengismálum. Þórarinn Tyrfingsson og félagar hans hjá s.á.á hafa sýnt að betri varnarjaxla í áfengismálum er ekki hægt að fá. Á þeim erfiða tíma sem við erum stödd í núna þarf frekar að styrkja varnarlínuna og jafnvel að auka í sókninni. Við verðum að skilja og skynja hvar á að skera niður og hvar ekki.
mbl.is Minna keypt af áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólítíkusar ættu að vinna meira/tala minna.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 14:50

2 identicon

Er ekki bara bruggað meira í dag en í fyrra?

Atli (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 15:07

3 identicon

Jú ég held það að fólk bruggi eða kaupi brugg úti í bæ.

Almenningur í landinu hefur held ég ekki efni á að greiða 7000 krónur fyrir eina flösku af sterku áfengi nú til dags.

Ég segi fyrir mig ég geri Ríkinu ekki það til geðs að kaupa svo dýra flösku en get ekki sagt að ég sé hætt að drekka, fólk reddar sér það er á hreinu.

Þetta verður bráðlega eins og síðast þegar vinstri voru við völd,skip smygla,fólk bruggar,svíkur undan skatti og vinnur sko enga yfirvinnu því hún fer hvort eð er öll í skatta og önnur gjöld ef fólk má þá vinna yfirvinnu.

Þetta er að mínu mati það sem er á leiðinni til okkar og þá spyr maður sig: hvort er nú betra? Fleiri kaupa og þá ódýrara eða færri kaupa/geta keypt og þá mun dýrara???

Maður spyr sig.

Óskin (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:31

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Kaupa flösku á 6-7 kall í ríkinu eða heimabruggaðann landa á 2? kall, sem er jafnvel sterkari. Það er nú stóra spurninging.

Held að ráðamenn þjóðarinnar geri sér ekki grein fyrir því að elítan borgi ekki fyrir vínið sitt og þess vegnaskiptir það þá engu máli hvað draslið kosta, svo að það er alltaf láglaunamaðurinn sem blæðir mest.

 Mikið helv vildi ég að ég gæti nú látið ríkið borga fyrir mig vínkjallara eins og tíðkast hefur hjá stjórnmálamönnum.

Tómas Waagfjörð, 12.1.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Björn Emilsson

Nætursvall í miðbænum stingur í augu. Virðist vera hið besta mál, meir að segja notað í auglýsingarskyni til að laða ferðamenn til landsins. Svo eru svona ekta gamaldags fyllibyttur bæði karlar og konur vaðandi um bæinn um hábjartan dag með öskrum og tilburðum. Áfengisneysla á almannafæri er algerlega óviðeigandi og á ekki að eiga sér stað. Ein leið til varnar afengisneyslu, er að stórlækka verðið og gefa söluna frjálsa til verslana og sjoppa.

Björn Emilsson, 22.1.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband