4.1.2010 | 11:14
Réttlæti ekki ranglæti.
Kannski má segja að stærst hlutverk stjórnmálamanna sé að leita að réttlæti. Margir sjá réttlætið mest með því að Íslenskur almenningur greiði Ice-save Landsbankanns að fullu. Jafnvel börn sem eru að fæðast í dag. Icesave skal sett m.a á þeirra herðar. Svona horfa bresk stjórnvöld á Íslenska alþýðu. Þeir sáu réttlætið í því að setja hryðjuverkalög á Ísland og Íslendinga. Fara síðan á fund og ræða hvernig megi bæta stórgallað fjármálakerfi heimsins og regluverk þess. Að íslensk stjórnmálamenn skuli sjá réttlætið í því að öðlast virðingu þessa manna er óskiljanlegt. Til baka litið höfum við haft stjórnmálamenn sem hafa reynst langt undir væntingum. Enn virðumst við hafa stjórnmálamenn sem ekki standast væntingar almennings. Hvað þýða þessi orð "við viljum réttlæti ekki ranglæti" Fyrir mitt leiti hef ég ótrúlega lítinn áhuga á að öðlast virðing mannsins á myndinni. Mér líkar ekki hans réttlæti.
Icesave-samkomulag mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.