Nú á að róa á ríkissjóð.

Ég fæ æluna í hálsinn þegar ég hugsa til þess að nú ætli stórútgerðin að róa eftir milljörðum í ríkissjóð. Fyrir nokkrum árum lagði ég til á fundi í Valhöll degi fyrir landsfund að komið verði á markaðslegri umgjörð með viðskipti  á aflaheimildum. Það er skemmst frá að segja að þessi tillaga var kol felld. Vilji sjálfstæðismanna var skýr. Við skulum hafa þetta eins og verið hefur þ.e að láta bankana og handhafa sjá um þetta. Sennilega er þetta eini markaðurinn í heiminum þar sem best er að bankar ákveði verð á aflaheimildum. Það er sorglegt til þess að vita hvernig stjórnmálamenn hafi haldið á og stjórnað þessari auðlind okkar. Það má segja að þar hafi ekki verið gerð mistök, mikið frekar afglöp. Aflaheimildum hefur verið úthlutað á 0 kr pr kg í öllum tegundum. Allt sem heitir markaðsleg umgjörð hefur verið eitur í huga stjórnmálamanna. Sennilega er búið að selja alla sjávarauðlindina einhverstaðar á milli tvisvar og þrisvar sinnum. Skattlagning var lengst af 10% þegar kvóti var seldur og síðan var hægt að fresta skattgreiðslu nánast endalaus ef þú keyptir hlutabréf í öðrum félögum Þannig hefur raun skattlagning verið sennilega undir 5%. Allir vita að heilu fljótin runnu úr sjávarauðlindinni og til aflandsfélaga. Niðurstaðan er öllum skýr. Hér hrundi allt til helvítis 2008. Að taka þennan þátt út fyrir sviga og segja að sjávarútvegurinn hafi aldrei þegið greiðslur frá ríkinu bara verið veitandier einfaldlega rangt. Grunnur þúsunda heimila hrundu vegna afglapa stjórnmálamanna við stjórnun auðlindarinnar. Nú hóta menn að fara að róa á ríkissjóð af því að þeir fengu ekki nógan kvóta. Ef einhver döngun væri í stjórnmálamönnum þá gætu þeir fundið út verð á aflaheimildum miðað við útreikninga Delotte og selt kvótann á því verði. Á einhverjum tímapunti verðum við almenningur að grípa inní. Maður hefur það á tilfinningunni nú síðustu daga að ef alþingismenn séu ekki á fylliríi úti í bæ séu þeir á rúntinum að keyra inn á akstursbókina.


mbl.is Lausna leitað til fortíðar og framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband