29.3.2017 | 00:41
Nú koma þingmenn á hnjánum til útvegsmanna.
Þetta er ömurlegur farsi. Auðlindin kringum Ísland er þjóðareign. Þjóðin felur síðan þingmönnum að fara með þessa eign fyrir sína hönd. Síðan afhenda þingmenn útgerðamönnum öll völd til örfárra útgerðramanna. Síðan er það æði oft sem við horfum, ekki upp á mistök við stjórnun auðlindarinnar, frekar mætti kalla það stjórnunarleg afglöp. Tökum dæmi. Sennilega er búið að selja alla auðlindina ca tvisvar sinnum. Um þennan markað sem sennilega hefur velt hundruðum milljarða síðustu ár, gilda engar reglur eða regluverk. Til samanburðar má benda á að reglur og regluverk LME (London metal exchange) sem er markaður með ýmsa málma þ.á.m ál er upp á 250 blaðsíður. Verðmyndun hefur alfarið verið í höndum banka og útgerðarmanna. Þeir sameiginlega hafa verðlagt kvótann upp úr öllu valdi án þess að nokkur markaðsleg áhrif hafi komið þar nálægt. Bankarnir hafa vitað um hæfi auðlindarinnar til að borga vexti og verið örlátir á lán út á kvóta, sem þeir síðan lána almenningi á okurvöxtum. Við þekkjum afleiðingarnar. Hér hrundi allt heila bixið 2008. Afleiðingarnar þekkja allir. Gjaldþrot þúsunda heimila og eignaþurrð tugþúsunda annarra. Fleira mætti nefna til þar sem ekki er um mistök við stjórnun auðlindarinnar, frekar afglöp. Hvað þarf? Það sem þarf er að þingmenn fari af hnjánum og standi í lappirnar og byrji á að stjórna þessari auðlind með hagsmuni fólksins sem á auðlindina. Hætti að byggja hér háar girðingar í kringum örfáar kennitölur.
Þingmenn skora á HB Granda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2017 | 23:56
Nú hefur sus kjark til að hafa skoðun, þvílíkar hetjur.
Daginn fyrir landsfund flutti undirritaður tillögu í Valhöll um að öll viðskipti með aflaheimildir færu í gegnum markaðslegt ferli. Við erum búinn að horfa upp á það að bankar og kvótaeigendur mynda verð á aflaheimildum hvort heldur er til lengri eða skemmri tíma. Viðskiptin hverfa síðan inn í þoku bannkanna og ekki er greiddur skattur af þessum viðskiptum. Ekki einn susari hafði kjark til að hafa skoðun á þessu máli. Nei, álit susara var að það væri best að halda öllum markaðslegum áhrifum fyrir utan kvótakerfið. Byggja háar girðingar í kringum örfáar kennitölur. Nú hafa susarar kjark, brennivín í búðir. Eftir þennan fund í Valhöll fékk ég ógeð á sjálfstæðisflokknum og þeirra fylgihyski. Sjálfstæðisflokkur sem minnir helst á argasta kommúnisma.
Hvetja þingmenn til að samþykkja áfengisfrumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2017 | 06:59
Þetta hefur gerst áður.
Ég hélt að þetta gerðist bara hjá framsóknarmönnum.
Lásu upp heiti rangrar myndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2017 | 16:07
´Ísland, best í heimi.
Í marga áratugi framleiddum við sement á Akranesi. Þrátt fyrir að vera með orkuna og öll þau hráefni sem til þarf við höndina urðum við undir í þeirri framleiðslu. Allt sement flutt inn frá Danmörku. Slökkt á sementverksmiðjunni og hún eins og draugabær í miðbæ Akranes.Bestir í heimi? Nei, vantar eitthvað uppá. Í Kastljósi í gær var ágætt viðtal við verkfræðing sem hafði borið saman byggingariðnaðinn í Noregi og Íslandi. Niðurstaðan var að framlegð í Noregi væri miklu meiri í Noregi en á Íslandi.Best í heimi þar? Nei, vantar aðeins uppá. En við getum huggað okkur við að við erum best í heimi þegar kemur að sjávarauðlindinni.Byggjum háa múra í kringum örfáar kennitölur sem eru þeir bestu í heimi (að sögn). En eru ekki Norðmenn komnir með megnið af loðnukvótanum, og eru að landa á Íslandi. Liggja ekki öll Íslensk skip við bryggju? Jú, en við erum samt besti í heimi í sjávarútvegi og erum með besta kvótakerfið. Getum við ekki öll verið sammála um það?
Fimm norskir loðnubátar með liðlega 2.200 tonn til Neskaupstaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2017 | 01:09
Ef laust hefur innkaupalistinn verið með.
Ekki trú ég öðru en stórgrasserar á íslandi hafi sent innkaupalist með Guðlaugi Þór og félögum.
Eflaust hefur hann litið út eitthvað líkt þessu. Keyptu nokkra banka, eitthvað af flugfélögum, stórverslanir á strikinu og ef það er einhver afgangur keyptu þá Parken líka.
Forsetinn og strákurinn úr Borgarnesi í boði drottningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2017 | 14:34
Tekur á að lesa svona helvítis þvælu.
Ætla sjálfstæðismenn að halda áfram að tala um pólitískan ómöguleika? Málið er eins einfalt og mest getur verið. Sú spurning hvort við eigum að halda áfram viðræðum um ESB er hávær í samfélagin. Að semja um þetta við samstarfsflokka ætti að vera auðvelt og vandalaust. Okkur er holt að hugsa til Bretlands þegar sú háværa rödd var uppi þar í landi um hvort UK ætti að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron þáverandi forsætisráðherra lofaði atkvæðagreiðslu og stóð við það. Allan tíman talaði Cameron gegn því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Bretar kusu brexit. Hvað gerist næst? Cameron segir af sér og nýr forsætisráðherra Theresa May tók við. Skilaboð hennar voru skýr "brexit meen brexit". Og er það hennar verk að fylgja eftir ákvörðun þjóðarinnar. Nákvæmlega sama ætti Bjarni að gera þ.e tala gegn því að hefja viðræður, ef síðan þjóðin vill hefja viðræður þá segir hann af sér (puntur). Ef þjóðin hefur einhvern vilja skiptir sú samkoma sem heitir landsfundur sjálfstæðisflokksins engu máli. Það tekur orðið á að hlustá á svona þvælu eins og Gunnlaugur Snær bíður hér uppá. Nær væri að beina púðrinu að þeirri samkomu sem heitir landsfundur sjálfstæðisflokksins og eða félagslegri uppbyggingu sjálfstæðisstefnunnar. Efst kemur þar í hugan, ekki ómöguleiki heldur Ömurleiki.
Flokksmenn hafa engan áhuga á þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2016 | 19:56
Þreytandi væl talsmanna sosíalisma.
Mikið er þetta væl fræðimann að verða þreytandi. Sá ásetningur þessara manna að vegna þess að sjávarútvegurinn á Íslandi sé í samkeppni við sjávarútveg í öðrum löndum þurfi að reisa hér háar girðingar í kringum örfáar kennitölur . Ekki meigi vera hér innanlands markaðsleg áhrif á sjávarútveg og stórhættulegt að greinin borgi of mikla skatta til samfélagsins. Hverjir og hvaða greinar eru ekki í samkeppni við erlenda aðila. Áliðnaður er í samkeppni við áliðnað allstaðar í heiminum, heilbrigðiskerfið er í samkeppni við önnur lönd, iðnaðurinn er í samkeppni við sambærilegan iðnað annarstaðar í heiminum. Verkamenn leita vinnu til annarra landa telji þeir sig betur borgið í öðrum löndum. Þannig eru nánast allar greinar í framleiðslu og þjónustu í samkeppni. Það besta fyrir sjávarútveg á íslandi væri að stór auka markaðsleg áhrif hans hér á landi. Það er í sjálfum sér broslegt hvernig Ragnar Árnason og reyndar Hannes Hólmsteinn hafa verið talsmenn sósíalisma í íslenskum sjávarútvegi
Samkeppnin verður æ erfiðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2016 | 11:30
Af hverju eigum við að niðurgreiða skatta sjómanna ?
Á vef Samherja kemur fram að laun sjómanna eru vel í lögð þannig eru árslaun háseta frá 20 til 40 miljónir á ári. Vélstjórar með yfir 60 miljónir. Af hverju eiga t.d kennarar og aðrir launagreiðendur sem eru með milli 5 og 6 milljónir í árslaun að niðurgreiða skatta fyrir þessa menn?
Skattfríðindi sjómanna verði lögfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2016 | 13:33
Þetta henti dóttur mína líka.
Dóttir mín sem var að kaupa árskort í Worldclss og gerði þetta líka þ.e greiddi reikninginn mörgum dögum fyrir gjalddaga. Þar sem Mogganun finnst þetta frétt með Eimskip finnst mér rétt að koma þessu á framfæri.
Eimskip ofgreiddi reikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2016 | 17:56
Svona menn eiga að fá góða bónusa.
Þetta lán ber 1.75% vexti. Á einu ári borgar bankinn í vexti 1.1 miljarð síðan lánar bankinn okkur þessa peninga á 7.5% vöxtum lágmark. þá fær bankinn 4.8 miljarða í vexti frá okkur lántakendum á íslandi. Hagnaður bankans á ári eru því 3.7 miljarðar. Það er nú þess virði að borga mönnum góðan bónus fyrir svona business.
Gefa út 65 milljarða skuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |