Þreytandi væl talsmanna sosíalisma.

Mikið er þetta væl fræðimann að verða þreytandi. Sá ásetningur þessara manna að vegna þess að sjávarútvegurinn á Íslandi sé í samkeppni við sjávarútveg í öðrum löndum þurfi að reisa hér háar girðingar í kringum örfáar kennitölur . Ekki meigi vera hér innanlands markaðsleg áhrif á sjávarútveg og stórhættulegt að greinin borgi of mikla skatta til samfélagsins. Hverjir og hvaða greinar eru ekki í samkeppni við erlenda aðila. Áliðnaður er í samkeppni við áliðnað allstaðar í heiminum, heilbrigðiskerfið er í samkeppni við önnur lönd, iðnaðurinn er í samkeppni við sambærilegan iðnað annarstaðar í heiminum. Verkamenn leita vinnu til annarra landa telji þeir sig betur borgið í öðrum löndum. Þannig eru nánast allar greinar í framleiðslu og þjónustu í samkeppni. Það besta fyrir sjávarútveg á íslandi væri að stór auka markaðsleg áhrif hans hér á landi. Það er í sjálfum sér broslegt hvernig Ragnar Árnason og reyndar Hannes Hólmsteinn hafa verið talsmenn sósíalisma í íslenskum sjávarútvegi


mbl.is Samkeppnin verður æ erfiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband