Til hvers að stækka Hvalfjarðargöng?

Allt eru þetta álitleg verkefni sem talin eru upp í þessari frétt. En mér er það lífsins ómögulegt að skilja af hverju einhverjir hafa áhuga á að stækka Hvalfjarðargöngin. Sá er þetta rita býr ekki sömu megin og vinnan er. Því þarf ég að aka göngin til vinnu. Einu skiptin sem einhver röð myndast við göngin er þegar ekki hefst við að taka gjaldið af ökumönnum. Það má einfaldlega laga með því að hafa gjaldfrjálst í göngin. Ef ráðist væri í að stækka göngin, væri vegurinn breiðastur undir Hvalfirði en mjókkaði síðan  þegar upp úr göngunum væri komið sitt hvoru megin. Mér finnst eitthvað öfugt við þessa röð. Annars erum við sem hér á landi búum svo vön að horfa upp á arfavitlausar ákvarðanir í vegamálum að það verður kannski reyndin að í göngunum verður 2*2 akreinar en þegar upp verður komið verður 1*1. 
mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sammála, sammála, sammála.

Anna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 22:07

2 identicon

Er ekki einmitt gráupplagt að bora sig útúr kreppunni?

Og henda því litla sem eftir er af lífeyrissjóðunum í það?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:26

3 identicon

Annað hvort er að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eða byrja að taka gjald yfir Ölfusá, í Héðinsfjarðargöng, í Fáskrúðsfjarðargöng og þar fram eftir götunum.Af hverju þarfa að greið 500 kr auka ef þú ætlar að aka frá Reykjavík á Akraness en ekki ef þú ætlar á suðurnes eða Selfoss. Ég efa ekki að Gutti í Hvammi haldi áfram að nudda í þessu máli. Að lokum hefst þetta.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Stundum held ég að fólki sér ekki sjálfrátt hér inn á þessu bloggi . Það hefur alla tíð kostar heilan helling að komast til og frá Vestmannaeyjum það kostar að komast til Grímseyjar og fleiri dæmi er hægt að nefna . Það ar öruggt að ef hefði verið farið út í að taka veggjald af umferð í hvalfjarðargöngum þá hefði ekki verið ráðist í gerð þeirra . Og ef hætt yrði gjaldtöku þá myndi þær milljónir sem eru enn ógreiddar settar á ríkið og þá yrði einfaldlega framkvæmt minna fyrir vikið ekki eru eyrnamerkt gjöld sett í framkvæmdir nema að litli leiti . Hef alltaf stutt gjaldtöku í göngum þá lika er hægt að gera þá kröfu að viðhaldi sé sinnt  annað en hægt er að segja um vegakerfið annarstaðar

Jón Rúnar Ipsen, 6.6.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jón Rúnar.

Hvað fyndist þér um að fá tvo Herjólfa og þurfa að greiða helmingi hærra gjald til Vestmannaeyja ?

Við erum einfaldlega að tala um að ein göng eru nægileg samgöngubót, við höfum verið að greiða þau og okkur langar ekki að greiða óþarfan toll af öðrum óþörfum göngum.  Þá væri líka réttlátara að láta alla landsmenn greiða jafnt í bættar samgöngur en ekki að hafa eins og nú er...... gjald í Hvalfjarðargöng, frítt í öll önnur göng.

Anna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 23:29

6 identicon

Þú ert kannski ágætur Rúnar að flokka hverjum er sjálfrátt og hverjum er ósjálfrátt í blogginu á netinu. Kosturinn er að allir geta sagt skoðun sína á hverju sem er. Það er spurning um að vera heiðalegur og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Á sínum tíma var tekið gjald fyrir að aka til Keflavíkur. Það var lagt af. Ég hygg að enginn geri athugasemd við það í dag. Hvalfjarðargöng eru byggð 1998 og er því búið að taka gjald í 11 ár af miljónum bíla. Einhvertíma kemur að því að menn segja" þetta er gott" við skulum hætta að taka sérstakt gjald fyrir að keyra þarna í gegn. Það er klárt að þetta gjald hefur mikil og kemur til með að hafa mikil áhrif á byggðaþróun. Ekki bara á Akranesi heldur öllu vesturlandi. Því er þetta meir en eðlileg krafa að nú sé komið nóg með greiðslu í göngin eftir 11 ár. Eftir sem áður verður tekið gjald fyrir að komast út í eyjar og til kaupmannahafnar og víða. Hinsvegar minnir mig að einhvertímann hafi verið talað um verlagningu á fargjaldi til Vestmannaeyja og er það ekkert nema eðlilegt. Ég held að menn og konur sem gera það sé ekkert ósjálfrátt þó að það jafnvel bloggi um það á netinu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:59

7 identicon

Það væri vissulega lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar að handgrafa ný hvalfjarðargöng. Enginn efniskostnaður (nema skóflur) en mjög atvinnuskapandi!

Galdrakarlinn (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:15

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála, ég er í sömu stöðu og þú, vinn í bænum og bý hinum megin rörs og fer þarna í gegn flesta virka daga. Ég verð ekki vör við að umferð sé of mikil þarna til að það réttlæti milljarðaframkvæmdir við ný göng. Ég vil láta afnema gjaldið, fáránlegt að vera með gjald á þessum göngum en ekki t.d. Vestfjarðagöngunum eða yfir Hellisheiði eða á tvöfaldaðri Reykjanesbraut o.s.frv. sem ég borgaði líka fyrir.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.6.2009 kl. 01:00

9 identicon

Málið snýst ekki um tafir við gjaldskýli og hefur aldrei gert. Þörfin fyrir ný hvalfjarðargöng kemur til af því að umferðarþéttnin þar núna er að daðra við þau mörk þar sem staðlar ESB gera ráð fyrir að umferð í gangstæðar áttir sé aðskilin af öryggisaðstæðum. Ég endurtek: Upplifun þín af umferð um Hvarlfjarðargöngin skiptir engu máli í þessu samhengi, þetta eru einungis öryggiskröfurnar sem að nútíminn gerir.

Ég held líka að það sé ástæðulaust að óttast meir gjaldheimtu, þegar ráðist var í Hvalfjarðargöngin var gert ráð fyrir að það tæki 20 ár að greiða upp lánin sem tekin voru fyrir framkvæmdinni. Miklu meiri umferð en gert var ráð fyrir þýðir að þetta tekur ekki svo langan tíma, núna er gert ráð fyrir að lánin verði uppgreidd 2015. Það á bara að standa við þann díl og ríkið ætti að borga ný Hvalfjarðargöng eitt. Í einkaframkvæmd.

Einkaframkvæmde hefur ekkert með veggjöld að gera, athugaðu það.

BS (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 02:43

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Á meðan einhverjir kallar úti í bæ geta grætt á einhverju, þá þykir einkavæðingin voða góð. Menn skulu ekki halda að gjaldtaka í Vaðlaheiði skili einhverju ámóta og Hvalfjarðargöng gera. Og tvöföldun Hvalfjarðarganga er gert vegna gróða einhverra kalla úti í bæ, ekki nauðsynja hinas almenna vegfaranda.

Hvalfjarðargöng meikuðu sens á sínum tíma, dæmið gekk upp vegna nægra kúnna. Það er ekki hægt að heimfæra þau hvert á lands em er. 

Ólafur Þórðarson, 7.6.2009 kl. 02:54

11 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Eftir því sem ég kemst næst er verið að tala um að bora önnur göng við hliðina á þeim sem fyrir eru. Þessi göng eru svo gott sem búin að borga sig upp og því kominn tími til að bora önnur.

Ef til dæmis verður slys í göngunum, þá er ekki slæmt að hafa önnur við hliðina sem hægt er að beina umferðinni inn í. Þar fyrir utan þyrfti ekki að loka þeim þegar framkvæmdir eru þar sem oft er gert, en þá er umferðinni beint um Hvalfjörðinn.

Þegar Göngin voru opnuð kostaði kr. 1.000.- að aka um þau. Nú kostar það kr. 800.- en ætti með réttu að kosta nær kr. 2.000.- miðað við verðlagsþróun.

Mér finnst að fólk ætti að líta þetta bjartari augum en hér gerist í umræðunni að ofan. Það er verið að tala um einkaframkvæmd sem skapar fullt af störfum og það er vel. Ég ek um göngin í hverri viku og stundum daglega og ég fagna því að fá að aka þau og borga minn 800 kall í stað þess að aka Hvalfjörðinn í hvert sinn. Þetta er að mínu mati frábær framkvæmd og myndi bæði létta mönnum lífið um leið og það myndi skapa vegfarendum öryggi.

Lifið heil.

Baldur Sigurðarson, 7.6.2009 kl. 03:30

12 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Staðreyndin er sú að hvalfjarðargöng hefðu ábyggilega verið höfð einföld hefði ríkið séð eitt um þessa framkvæmd og vill benda fólki á á að Víðast hvar erlendis eru greidd gjöld af nokunn af stærri og dýrari framkvæmdum í vegalagingu . Ef fólk myndi aðeins stoppa og skoða málið ef ríkið á að sjá um að bora göng og byggja allar brýr þá mun það ganga með hraða sigilins vegna þess að það er einfaldlega ekki til fjármagn til þess í dag . Ef aftur á móti menn skoða gjaldið í herjólf þá er það svo hljóðandi

Fargjald fyrir farþega


Alm. verð

Verð miðað við afsláttarkjör**

Börn yngri en 12 ára

 


0

0

Börn 12 -15 ára

 


1.210

490

Fullorðnir

 


2.420

1.470

Ellilífeyrisþegar

 


1.210

490

Öryrkjar

 


1.210

490

Skólafólk (gildir frá 15.08 til 31.05)

 


1.210

490

Jón Rúnar Ipsen, 7.6.2009 kl. 15:52

13 Smámynd: Byltingarforinginn

Núverandi Hvalfjarðargöng fara að nálgast þolmörk (ekki komin þangað enn) vegna aukinnar umferðar. Umferðarspár til næstu áratuga gera ráð fyrir að þau fari yfir þolmörkin innan fárra ára og þá þarf aðgerðir. Ný göng við hlið núverandi sinna fjölmörgum hlutverkum... þau þjóna aukinni umferð, þau gera það að verkum að umferðaröryggi í göngunum eykst þar sem umferð er ekki lengur í báðar áttir í sömu göngum og í þriðja lagi er verulegt öryggi fólkið í því að hafa tvenn göng hlið við hlið ef t.d. verður bruni eða verulegt óhapp í öðrum hvorum göngunum.

En endilega... haldið áfram að nota þau rök gegn nýjum göngum að þið hafið aldrei þurft að bíða lengur en eina mínútu. Þið eruð ekkert hlægileg eða neitt þó þið dæmið svona hluti út frá ykkar þrönga veruleika, án þess að hafa NOKKUR önnur rök!

Byltingarforinginn, 7.6.2009 kl. 23:45

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Byltingarforinginn copyar/paste-ar.  Sama komment og hjá mér.  Hefur hann hagsmuna að gæta ?  Kona spyr sig. 

Anna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 00:03

15 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Anna ef þetta eru þin rök að þú hafir ekki þurft að biða er þá ekki óþarfi að hafa fleiri en eina matvöruverslun á skaganum aldrei hef ég þurft að biða neitt lengi eftir afgreiðslu . Málið ætti að snúast um að koma atvinnulífinu af stað og það verður ekki gert með því að neita lífeyrissjóðum um að leggja fé í framkvæmdir sem eru talda geta skilar tekjum og hvort sem skagakonum/mönnum líkar það betur eða verr þá eru tekjur að hafa út úr álverum og virkjum . Er alls ekki hrifinn af álverum vil mun frekar fara að framleiða eitthvað úr því áli sem nú þegar er framleitt hér á landi frekar en að byggja fleiri álver en hvorki lífeyriðssjóðirnir né nokkur annar fjárfestir vill fara að leggja peninga í verkefni sem kannski á eftir að skila einverju í fjarlægri framtíð því miður og þetta endalausa tal um græna ferðamennsku er bara grátlegt flugvélar menga mjög mikið Rútur menga mikið svo hvað er svona grænt við það ????

Jón Rúnar Ipsen, 8.6.2009 kl. 00:55

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jón Rúnar.

Ég hef svarað á minni síðu hver mín rök eru.  Þau eru fyrst og fremst að ég er á móti því að borga fyrir önnur göng sem eru í raun fáránleg með tilliti til þess að Vesturlandsvegur allur er með einni akgrein en svo vilja menn tvöfalda akgrein í göngum.  Greiðsla í göngin er hamlandi fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi og kemur við budduna hjá okkur sem hér búum og sem mörg hver sækja atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.  Ekki þó ég.

Varðandi atvinnusköpun...... við flytjum inn ótrúlegt magn af grænmeti sem við gætum svo ósköp vel ræktað sjálf og sparað þar mikinn gjaldeyri.  Íslenskt grænmeti er afar gott og auðvitað atvinnuskapandi.  Það er bara óskiljanlegt að garðyrkjubændur þurfi að greiða miklu hærra verð fyrir raforkuna heldur en erlend stórfyrirtæki. 

Anna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband