Þú ættir að skammast þín Einar.

Þegar þú varst sjávarútvegsráðherra og markaður fyrir aflaheimildir var stjórnlaus. Bankamenn lánuð til kaupa á varanlegu aflaheimildum eins og fávitar. Þannig fór eitt kíló af þorski allt upp í 4500 kr kílóið. Hvað fannst þér hæfilegt að þjóðin fengi í skatt af þessum heimildum? Það er rétt að rifja það upp, 10%, fannst þér að væri hæfilegur skattur sem renni til þjóðarinnir. Þannig voru 100 tonn af þorski seld fyrir 450 miljónir. Hæfilegur skattur að þínu mati var 45. mkr til þeirra sem eiga auðlindina. Þannig sátu eftir yfir 400 miljónir króna af þessum viðskiptum hjá seljanda netto. Það breytti engu þó að seljandinn fjárfesti síðan í sjávarútvegi, eða færi með peningana til Tortola. Enda var staðreyndin sú að fjöldin allur sem seldi aflaheimildir fóru með þær úr landi, fjárfestu í verslun í Reykjavík og víða. Enginn vafi er á þvi að hluti af snjóhengjunni sem hangir yfir okkur nú  er fóðraður með þessum peningum sem mynduðust vegna sölu aflaheimilda. Nú telur þú það mikilvægasta að afnema þetta gjald sem nú er verið að leggja á sjávarútveginn. Allur almenningur er skattpíndur, hvar er þínar áhyggjur þar? Þú ætirr að skammast þín Einar Kr. Vonandi færðu aldrei það umboð frá íslenskum almenningi til að haf eitthvað með sjávarauðlindina að gera.
mbl.is „Munum afnema veiðigjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi fara fram á hið ómögulega.

Sjallaflokkur kann ekki að skammast sín enda siðlaus og siðblindur flokksræksni. En það segir óhjákvæmilega einhverja sögu að hátt í helmingur innbyggjara kýs ofanneft ræksni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2012 kl. 23:09

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Djöfulsins snillingar!

Sigurður Haraldsson, 19.6.2012 kl. 23:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki gleyma að hann var formaður sjávarútvegsnefndar þegar það lá fyrir að meirihlutavilji var fyrir því að setja ekki smábátakerfið í kvóta.  Hann hélt ekki fund vegna þessarar stöðu.  Þó hafði hann lofað því fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu á Ísafirði að smábátaútgerð yrði ekki sett í kvóta.  Þessi maður hefur ekki efni á að tala svona.  Enda er hann eindreginn stuðningsmaður L.Í.Ú.  og þeir eru jú drjúgir að leggja aur í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 23:35

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég fagna þessari yfirlýsingu. Einar er kominn í áróður gegn xD - Meirihluti þjóðarinnar er á bakvið að innheimta eðlilegan arð af sjávarútveginum, og vildi ganga miklu, miklu lengra í að ná fram réttlæti (með uppboði kvóta á markaði og að vinda ofan af veðsetningarruglinu).

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.6.2012 kl. 23:38

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Er ekki lykilorðið í þessu máli öllu "eðlilegan arð" af sjávarútveginum.. ???

Gjald á þessum vettvangi er fullkomlega réttlætanlegt, ég held að það séu allir (eða langflestir) sammála um það, það sem tekist er á um eru upphæðir og fyrirkomulag..

Einnig eru mikil mistök falin í því að setja allar útgerðir undir sama hatt, því staða þeirra og gerð er ansi misjöfn..

Eiður Ragnarsson, 20.6.2012 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband