Hver verður refsiramminn ?

Hver verður refsiramminn verði þessar reglur brotnar. Vatn og brauð? Niðurskurður á fjárframlögum ? Verkefnaval og forgangsröðun við að byggja upp nýtt Ísland er með ólíkindum. Eg hef ekki heyrt nokkurn mann nokkurstað ræða um að þetta sé eða hafi verið vandamál. Mér segist svo hugur að þessi ákvörðun særi og hryggi fleiri en hún gleður. Ef eitthvað er, er þessi ákvörðun framleiðsla á vandamáli og leysir engin.
mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eg hef ekki heyrt nokkurn mann nokkurstað ræða um að þetta sé eða hafi verið vandamál."

Þá hefur þú bara verið með mjög selektífa heyrn, er ég hræddur um. Fyrir utan það að "mér og öllum vinum mínum finnst ekkert að þessu" er ekki góð rök fyrir því að allt sé í lagi.

Kári (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:19

2 identicon

"Eg hef ekki heyrt nokkurn mann nokkurstað ræða um að þetta sé eða hafi verið vandamál. Mér segist svo hugur að þessi ákvörðun særi og hryggi fleiri en hún gleður. Ef eitthvað er, er þessi ákvörðun framleiðsla á vandamáli og leysir engin."

Finnst þér ekkert að því að það er verið að heilaþvo börn í skólum landsins? Það er mjög mikilvægt að koma þessum sjúkdómi út úr skólunum sem fyrst, því það er bara engin ástæða fyrir því að kenna trú eins og hún sé sannleikur.

 Mikið er ég glaður að yngri kynslóðirnar virðast loksins vera farnar að slíta sig frá þessum hryllingi sem kallast trú.

Arnar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:46

3 identicon

Finnst þér virkilega allt í lagi að prestar séu sendir í skóla bæjarins til að kenna krökkunum um biblíuna sem heilagan sannleik vera bara í fínu lagi á 21. öldinni... Hafðu þína trú fyrir þig en ekki reyna segja öðru fólki að það sé einhver sannleikur í þessari steypu sem þið kallið biblíuna..

Af hverju ættum við að kenna fólki að Biblían sé heilagur sannleikur þegar við höfum enga sönnun fyrir því.. "bara af því það er hefð", er það ekki bara ofbeldi að vera troða ævintýrum sem sannleika ofan í barnung börn...? Það er mín spurning... 

Kristófer (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 01:50

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

af hverju þorir fólk ekki að koma framm undir nafni?

Magnús Ágústsson, 5.10.2011 kl. 03:19

5 Smámynd: Tómas

Ég skal koma fram undir nafni.

Meirihluti þjóðar styður aðskilnað ríkis og kirkju. Það vill svo til að skólar eru ríkisstofnun og mætti því segja að þessi ákvörðun sé skv. vilja þjóðar.

Það sem mætti hinsvegar kenna er trúarbragðafræðsla. En hún verður að kenna fleiri trúarbrögð en Kristni, og má ekki á nokkurn hátt segja börnunum að um heilagan sannleik sé að ræða, heldur ætti að ræða um þetta á svipaðan hátt og t.d. bókmenntir.

Ég ímynda mér að mörgum finnist þetta vandamál. T.d. þau börn sem trúa ekki á þá yfirnáttúrulegu veru sem skólinn otar að þeim. Śum börn trúa ekki á neina slíka veru, eða á allt aðra veru. Veit ekki hversu skemmtilegt þeim finnst að sitja undir áróðri hinna..

Tómas, 5.10.2011 kl. 09:06

6 Smámynd: Egill

kannski því hefð er fyrir því að trúað fólk leggi þá sem eru á móti þeirra trú í einelti, nú eða fljúgi flugvélum í byggingarnar þeirra.

þannig að mín trú er að trúað fólk sé friggin nuts og sé ekki treystandi fyrir mínum persónu upplýsingum.

Egill, 5.10.2011 kl. 16:46

7 Smámynd: Stefán sv

Tja, ef við förum eftir biblíunni þá væri það líklegast dauði.

Stefán sv, 7.10.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband