Vigtaðu rétt strákur.

Skúli Magnússon (1711)fógeti vann á unglings árum hjá dönskum kaupmanni og kynntist þá gildandi verslunarháttum. Kaupmaðurinn kallaði oft til Skúla "vigtaðu rétt strákur" sem þýddi að hann átti að snuða viðskipavinina og vigta laklega. Þetta kemur upp í hagan þegar vigtunarmál í sjávarútvegi ber á góma. Þetta bragð dönsku einokunar verslunarmanna að snuða viðskiptavininn var vel þekkt. Hefðu þeir þ.e þeir dönsku verið spurðir af Mogga þess tíma hvernig vigtarkerfið væri hefðu þeir eflaust sagt að það væri með miklum ágætum. Vigtunarmál í sjávarútvegi er birtingarmynd aumingjaháttar og vesaldóms stjórnmálamanna. Vandamálið er svo auðleyst sem mest getur verið en kjarkur þeirra manna sem er falið að fara með umsjón þessa málaflokks er með þeim hætti að undrun sæti. Þegar við förum út í Bónus og kaupum vörur þá er það fulltrúi eiganda vörunnar sem er við kassann og skannar inn vöruna og segir nýjum eiganda  hvað hann eigi að borga fyrir. Það er ekki viðskiptavinurinn sem fer inn í lokað rými og skannar inn vörurnar sjálfur og ákveður hvað hann á að borga. Á sama hátt á þetta að vera í sjávarútvegi. Fulltrúi eigenda (þjóðin, samkvæmt stjórnarskrá) á að vigta fiskinn. Þannig ætti að koma upp vigtarstöðvum þar sem fiski er landað. Fiskmarkaðirnir í landinu væri vel til þess fallnir að taka þetta að sér í verktöku. Á meðan ekki er horft í þessa einföldu staðreynd og stjórnmálamann hafa ekki kjark til að taka á vandanum, verða vigtunarmál í sjávarútvegi í ólagi.


mbl.is Endurvigtun til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband