Steyputæknar.

Nú í næstu framtíð er líklegt að nýr veruleiki taki við í fjármálaþjónustu einstaklinga og fyrirtækja.Ný tegund af fjármálatækni sem er byggð á annarri hugmyndafræði heldur að við þekkjum í dag. Þegar við hjónn vorum í Barcelona í okt. á síðasta ári tók konan mynd af mér við inngang af Banco de Espana. Inn um þessar dyr gátu tveir fílar labbað inn hlið við hlið. Þessi banki var byggður fyrir hundrað árum á Plaza Catalunya. Í þá daga vildu bankar sýna styrk sinn í byggingum. Nú hundrað árum síðar gilda önnur lögmál. Við viðskiptavinir bankanna sjáum hversu húsnæðisþörf bankanna minnkar frá mánuði til mánaðar. Gott dæmi um þetta er útibúið í Mjódd. Þar eru starfsmenn bankans eins og baun í dós. Þó húsnæðið væri minnkað um helming væri það feyki nóg fyrir starfsemina. Að sjálfsögðu gerist það sama í aðalbanka við austurvöll. Þessir sem stjórna eru svo gjörsamleg úr tengslum við raunveruleikann og okkur almenning að það hálfa væri nóg. Áður voru stjórnmálamenn í bankaráðum og nefndum. Því miður stóðu þeir ekki undir því trausti og þörf var breytinga. Hvað gera stjórnmálamenn þá? þeir færa stjórnun bankans fjær eigendum sínum þ.e almenningi í stað þess að færa stjórnunina nær eigendum sínum. Eg kannaði það í bankanum hvað aðkomu ég geti haft að stjórnun bankans, af því að mér blöskrar svo gjörsamleg hvernig haldið er á málum. Niðurstaðan var skýr. Ég hef enga aðkomu að stjórnun bankans. Ég á bankann með löndum mínum en þessa eign hef ég enga aðkomu að. Eftir stendur hversu stjórnmálamennirnir okkar geta verið ofsaleg mislagðar hendur. Ég íhuga það alvarlega að sama dag og bankinn opnar á Hörpureitnum segi ég upp áratuga viðskiptum við bankann. Í stað þess að undirbúa nýja tíma í fjármálatækni virðast þessir stjórnendur vera einhverskonar steyputæknar.


mbl.is Aukinn kostnaður við bankahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband