Erfitt að átta sig á framgöngu Guðmundar í sjávarútvegi.

Guðmundur Kristjánsson hefur farið með himinskautum í íslenskum sjávarútvegi síðustu ár. Um mitt ár 2015 kaupir Guðmundur nýtt skip Skálaberg , sem þá varð stærsta skip íslenska flotans. Við sem búum í Reykjavík sáum þetta skip liggja við bryggju svo mánuðum skipti, greinilega verkefna laust.Skipið kostaði 3,5 miljarða og skilaði ekki krónu í tekju þessa mánuði sem það lá við bryggju. Vaxtabyrgði af þessu stóra og glæsilega skipi hlýtur að hafa verið verulega íþyngjandi. Um mitt ár 2011 selur Guðmundur (gamla) útgerðafélag Akureyringa til Samherja. Þetta gerist á þeim tíma sem frekar fór að halla undan rekstri frystitogara og tími hátækni landvinnslu var að taka við. Þrátt fyrir þetta virðist svo vera að lítil takmörk virðist vera á fjárfestingagetu Guðmundar. Kaup á Ögurvík og kaup á HB Granda eru dæmi þar um. Hvernig eigum við sem erum áhugafólk um sjávarútveg að skilja þetta.  


mbl.is Rannveig Rist hætt í stjórn HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband