"Við samvinnumenn"

Hér kemur enn eitt dæmi hvernig " við samvinnumenn " vinnum. Samvinnuhreyfingin var öflug á sínum tíma og hafði göfug markmið. Framsóknarmenn töluðu og tala gjarnan  um "okkur samvinnumenn". Víða úti á landi voru orðin til mikil verðmæti svo sem í fyrirtækju á sviði sjávarútvegs, verslunar og þjónustu. Síðan höfum við fylgst með því hvernig þessi verðmæti lentu í höndunum á nokkrum "samvinnumönnum". Eitt skýrasta dæmið er Gift. Hvernig örfáum "samvinnumönnum" (með Finn Ingólfsson í broddi fylkinga) tókst að koma í veg fyrir að miklum verðmætum væri komið í hendurnar á þeim sem þau áttu er líkast brandara (aumum). Hvernig sjávarútvegsfyrirtækjum sem voru í eigu þeirra sem sem bæinn byggðu lentu í höndunum á örfáum "samvinnumönnum" er saga sem minnir á sorgina. Og enn, eru "samvinnumenn" á ferðinni. Framsóknarmenn sáu um sína sérvöldu "samvinnumenn" og enn eru "samvinnumenn" að störfum í boði Framsóknarflokksins.
mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Svona til þess að halda því til haga - þá hefur vinur minn Magnús Árni einungis verið í Framsóknarflokknum í örfáa mánuði eftir að hafa verið í áratugi aktívur í Sjálfstæðisflokknum - og lengi í stjórn SUS

En látum það vera

Magnús Árni var valinn í Seðlabankann vegna þess að hann er vel tengdur hagfræðingur með mikla reynslu meðal annars í rannsóknum á húsnæðismarkaði og húsnæðislánamarkaði.

Ég mótmæli því hins vegar að Magnús Árni hafi verið að vinna gegn hagsmunum almennings þegar hann gerir þau mistök að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu.

Magnús Árni er ekki að brjóta nein lög.

Hins vegar er þetta dómgreindarleysi af hans hálfu - þar sem hann situr í stjórn Seðlabankans.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 08:47

2 identicon

Að sumu leiti minnir þú mig, Hallur  á bakvörð sem berst eins og ljón þótt leikurinn sé tapaður og einungis eigi eftir að flauta til leiksloka. Ég er búinn að vera innanborðs í sjálfstæðisflokknum í áratugi. Í síðustu kosningum var svo komið að ég gat ekki kosið flokkinn og skilaði auðu. Ég lít á það sem brýnast verkefni mitt um borð í sjálfstæðisflokknum að koma flokknum af strandstað og á siglingu á ný. Margt í Framsóknarflokknum og markmiðum hans er göfugt og gott. En hvernig nokkrir "samvinnumenn" hafa rænt þennan flokk hugsjónum sínum og áformum er hræðilegt. Í staðin fyrir að yfirgefa flokka og fá pláss í einhverjum öðrum hefur sýnt sig að sé ekki endilega rétta leiðin. Það ætti að vera þitt brýnasta verkefni í Framsóknarflokknum að aflúsa flokkinn  af " Finnum Ingólfssonum" og láta þau gildi sem Framsókn þó stendur fyrir taka völdin.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:14

3 identicon

Egill,,,,, vel mælt,

sigurður helgason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband