Virðing fyrir náttúrunni og hverju fleira?

Hér er á ferðinni fólk sem ber svo óskaplega virðingu fyrir náttúrunni að það finnur sig knúið til aðgerða. En hvað með virðingu fyrir lögreglunni og fólki sem sem er að vinna vinnuna sem það er kosið til. Hvað með virðingu fyrir fólki sem fagnar þessum samningi sem NA var að gera í iðnaðarráðuneytinu? Þetta er sorglegt.
mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég skil ekki hvurn andskotinn gengur að þessu liði, jájá, mótmæla stóriðju og skemmdarverkum á náttúrunni, það er fínt, kannski fínt að sletta smá skyri á fólk sem það þrífur svo bara af sér ef fólk er svona virkilega reitt.

En að ráðast gegn lögreglunni? Hvað hafði hún að gera með kárahnjúka, hvað hefur lögreglan að gera með Alcoa?

Þetta lið er veruleikafirrt ef það telur að einhver muni taka eitthvað mark á því sem það segir hér eftir þetta. 

Unnar (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þið ferköntuðu fjöldaframleiddu kassarnir eruð veruleikafirrt. Vaknið! Þetta fólk er okkur fyrirmynd með því að berjast gegn lögrugluríkinu. Alveg eins og fyrir og í janúaruppreisninn leiða þau lýðinn. Þetta er vonandi bara byrjunin. Íslendinga vegna. Þjóðarskrípi sem þarfnast byltingu er steypir yfirvaldinu, ef þessir Íslendinga eiga einhvetnímann að geta þroskast.

Þorri Almennings Forni Loftski, 7.8.2009 kl. 23:05

3 identicon

Mér sýnist þú bara vera heilaþveginn uppúr einhverri anskotans vitleysu(beint til "Þorra Almennings")...

Who? (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Talandi um heilaþvott. Skoðið plakatið frá Saving Iceland HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 23:30

5 identicon

Þorri er mjög verðugur málsvari þessa hóps og gefur okkur góða innsýn inn í þankagang þessa flokks sem kallar sig saving Iceland.  

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 11:05

6 identicon

Ég sé ekki betur en að tvær ungar konur séu eltar uppi og gengið í skrokk á annari þeirra fyrir að kasta skyri á bíl og hús. Þær hlaupa burtu frá löggunum og þegar það er verið að handtaka aðra þeirra sýnir hún og vinir hennar einhverja lágmarksmótspyrnu. Ég held að þessir 12 eða 15 manns hafi alveg getað buffað lögguna ef þau vildu, en þau virðast hvorki sparka né dúndra málingarfötum í hauskúpur lögreglumannana eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum - þetta er fáránleg æsifréttamennska og það er skömm af henni því margir gleypir við þessu eins og sannleik.

Það er fullkomlega heilbrigt viðhorf að flýja löggur með kylfur sem og verjast eigin frelsissviptingu og grípa inn í þegar verið er að níðast á öðru fólki með fantabrögðum. Grænu skyri var kastað, það var síðan þvegið af með vatnsgusu - ofbeldið og fantaskapurinn var algjör óþarfi.

Annars eru þessi áflog eitthvað hálf ómerkileg þegar maður pælir í hvað var verið að skrifa undir þarna í iðnaðarráðuneiti í gær. Það er verið að selja landið okkar erlendum stórfyrirtækjum fyrir glingur og klink. Atvinnustjórnmálamennirnir eru allir jafn ógeðslega slepjulegir gagnvart hvaða alþjóðlega stórfyrirtæki sem sýnir vott af áhuga - subbulegt.

Rán (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 14:16

7 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hér eru sönnunargögnin um lögrugluofbeldið í lögrugluríkinu:

http://www.youtube.com/watch?v=LBJkXhWAfEA&feature=player_embedded

 og

http://savingiceland.puscii.nl/?p=4032&language=is

Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 23:50

8 identicon

Bull,bull og meira bull. Þetta sannar ekkert nema að lögreglan gerði það sem hún þurfti og ekkert meira. Ykkur er vorkun út af bullinu og ruglinu í ykkur. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband