Ótrúleg ósannsögli.

Aldrei hef ég orðið vitni af öðru eins ósannsögli eins og hjá Kjartani Gunnarssyni núna í kvöldfréttum. Ég hygg að allir hver einasti finni það og skilji að Kjartan Gunnarsson var ekki að heyra um þessa styrki í fyrsta sinn í  fréttum stöðvar 2. Hann var prókúruhafi, hann sat aðalfund þar sem væntanlega er farið yfir reikninga. Ef hann hefði ekki tekið eftir að reikningarnir flokksins hefðu skánað um tugi miljóna og ekki þurft að spyrja einnar spurninga þar um, þá hefur maðurinn hreinlega verið í blakkout. Í staðinn kís hann að reyna að ljúga sig út úr málinu. Bjarni er að reyna að vinna heiðarlega í þessu óþvera máli. Það er greinilegt að Geir hefur ákveðið að fórna sér. Kjartan þarf að segja af sér úr miðstjórn flokksins strax. Aðrir mega ekki þvælast fyrir þeirri vinnu sem formaðurinn hefur sett í gang. Nú verða hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. Það er stutt í kosningar. Það er ánægjulegt hvað Ragnheiður Ríkharðsdóttir gengur skörungslega fram í þessu máli. Í raun hefur hún farið vaxandi sem þingmaður jafnt og þétt síðan hún byrjaði á þingi. Það er krafa okkar sem höfum stutt flokkinn að það verði hreinsað út STRAX. 
mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú þarft einfaldlega að fara að styðja annan flokk væni. Þessi verður lúsugur áfram.

Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 20:23

2 identicon

Nú er nóg komið - mínir menn kunna ekki að skammast sín einu sinni og reyna að klóra yfir skítinn.

Öll fjölskyldan ákvað í kvöldmantunum að kjósa ekki Sjálfstæðiflokkinn í kosninugnum eins og við höfum alltaf gert. Allavega 6 atvkæði farin og líklega all upp í 15 í stórfjölskyldunni.

Kjósum líklega VG sem virðist eini óspillti flokkur landsins því Borgarahreyfingin er djók og lýðskrum.

Alli (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:43

3 identicon

Dettur þér raunverulega í hug að Bjarni sé að vinna “heiðarlega” að þessu máli? Hann sem var kallaður inn til að taka við flokknum. Heldur þú virkilega að maður sem kominn er svo djúpt inn í iður flokksins hafi ekki vitað af þessu og allri spillingunni? Þei hafa nú ekki afhent einhverjum grænjaxli flaggskipið. Einhverjum sem ekki kann að snúa sig útúr hlutunum.Ég er eins viss um að hann og Guðlaugur og allir helstu kandídatar flokksins vissu um þetta og alla styrkina í genum árin. Þú þarft ekki annað en að sjá t.d. hvað Samson var framarlega hjá flokknum þegar einkavinavæðingin fór fram.

Staðreyndin er bara sú að nú kemur upp þetta ljóta mál rétt fyrir kosningar og flokkurinn í fallbaráttu. Við hverju býst þú? Að þeir gangist við þessu? Óttalegt barn getur þú verið. Þeir flýja allir hinn sökkvandi sora á björgunarbátum lyginnar.

Styttingur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Svona gæti þetta hafa verið:

Kandídat XG a við XG b sem er peningasafnari: Hurðu. Hvar fáum við pening fyrir kosningabaráttunni?

XG peningasafnari: Nógur peningur mar.

XG a: Vá, frábært mar, hver gaf okkur 55 millur?

XG peningasafnari: Bara

XG a: Frábært. Allir að gefa okkur. Kúúl mar.

Jón Ragnar Björnsson, 10.4.2009 kl. 03:26

5 identicon

Hlutverk okkar venjulega sjálfstæðismanns er ekki að gefast upp. Heldur er hlutverk okkar að ná flokknum til baka úr höndum þeirra sem hafa komið honum í þennan forarpytt sem hann er í í dag. Fyrsta skrefið er að losa okkur við mein eins og Kjartan Gunnarsson. Völd hans og áhrif hafa alltaf náð langt út yfir það umboð sem lýðræðið í flokknum hefur veitt honum

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband