Er sá Norski pólitískur?

Skildi hinn Norski Sveinn vera pólitískur? Samkvæmt fréttum RÚV leikur grunur á að maðurinn hafi einhverjar pólitískar skoðanir sem lekið hafa út. Ljótt ef satt væri. Steingrímur J. fullyrti að hér sé fagmaður á ferð, als ekki pólitíkus. En sem betur fer er hinn Norski Sveinn aðeins ráðin tímabundið þannig að það þurfi ekki að berja hann í burtu með búsáhöldum, ef það ætti eftir að koma fram að hann hefði einhverjar pólitískar skoðanir. 


mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinaru með því að hann sé pólitískur? Hann er norskur, hvaða tengsl ætti hann að hafa við íslenska stjórnmálaflokka ?????

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Ingvar

Aðstoðar fjármálaráðherra Noregs er varla nokkuð aðnnað er pólitískur. Systurflokkur VG fer með fjármál  í norsku ríkisstjórninni.

Óhæf ríkisstjórn.

Ingvar, 27.2.2009 kl. 14:17

3 identicon

Kemur eftir samráð við Stoltenberg sem er fyrsti maður inn á skrifstofuna hans ... hann er nær því að vera systir þeirra Samfylkingarmanna. Auk þess ræður Jóhanna hann í vinnu. Sama niðurstaða og að ofan.

Árni (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:21

4 identicon

Þvílíkt bull.

Það hafa nánast ALLIR skoðanir á pólitík og flestum er hægt að skipta til vinstri, miðju eða hægri. ENGINN getur orðið algjörlega hlutlaus.

Lykilatriðið er hinsvegar að seðlabankastjóri hafi ekki boðið sig fram fyrir STJÓRNMÁLAFLOKK Á ÍSLANDI eins og Davíð Oddsson. Þessi maður hefur enga sér- eða flokkshagsmuni.

Ef það gerir menn óhæfa að vera skipaðir af forsætisráðherra þá gildir það sama um alla seðlabankastjórana sem við höfum haft, af hverju var þá Davíð eini sem var svona rosalega umdeildur? Haldið þið virkilega að þessi verði jafn umdeildur? Eins sorglegt og það hljómar þá held ég meira að segja að það auki traust erlendis að við séum komin með útlending í starf seðlabankastjóra.

Geiri (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband