Þetta fer að líkjast martröð.

Ólafur Ragnar kom fram fyrir þjóð sína í gær og talaði um að hann hafi lent á  þriðjaflokks blaðamanni sem hafi snúið út úr því sem hann sagði. Jafnframt sagði Ólafur að það gæti verið hættulegt að þegja. Þögnin gæti verið rangtúlkuð og virkað sem ærandi hávaði. Staðreyndin er að það er að verða slóð úti í hinum stóra heimi eftir Ólaf Ragnar þar sem formerkin eru öfug miðað við hans hlutverk sem þjóðhöfðingi. Þetta fer að líkjast martröð að þjóðin skuli sitja uppi með með gamla pólitíkusa sem eru farnir að valda þjóðinni miklu meiri skaða en þörf er á. Það er að verða forgangskrafa að við fáum ekki bara að kjósa til þings nú þegar sól fer að hækka á lofti, heldur fáum við einnig að kjósa um nýjan forseta. 
mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...já martröð sem engan endi ætlar að taka.  Hvernig væri að þessir menn réðu sér almannatengslafulltrúa sem segði þeim hvenær á að þegja og hvenær ekki og við hverja á að tala og hverja ekki.  Því það er greinilegt að þessir menn eru ekki dómbærir á það sjálfir frekar en margt annað eins og svo berlega hefur komið í ljós síðustu mánuði.

...og svo birtist umfjöllun um forsetahjónin rífast í blaðaviðtali eins og hver önnur frétt í slúðurblaði...og ekki er það að hjálpa þjóðinni til að takast á við vandamálin.  Trúverðugleiki íslendinga á alþjóðavettvangi er svo gjörsamlega uppurinn.  Menn úti í hinum stóra heimi hljóta að skella upp úr yfir vitleysunni í samskiptum opinberra starfsmanna íslenska ríkisins. Þetta er allt farið að líkast einum góðum en um leið sorglegum "gaman" þætti. 

Og svo grenja menn á alþingi eins og smábörn sem sleikjóinn hefur verið tekinn af og þar grenja sjálfstæðismenn allra hæst enda ofaldir á "ríkisstyrktum sleikjóum" síðustu 18 ár.

Ég segi nú ekki annað en "je minn eini".

Sigríður (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:10

2 identicon

Það er erfitt að vera til.

Sl. haust vildi enginn tala og þar var gagnrýnt. Í dag tala alltof margir tóma vitleysu. Það er vandrataður hinn gulni meðalvegur.

Mætti ég frekar biða mennum að þegja. það er minna klúðrar með því.

þor (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband