´Ísland, best í heimi.

Í marga áratugi framleiddum við sement á Akranesi. Þrátt fyrir að vera með orkuna og öll þau hráefni sem til þarf við höndina urðum við undir í þeirri framleiðslu. Allt sement flutt inn frá Danmörku. Slökkt á sementverksmiðjunni og hún eins og draugabær í miðbæ Akranes.Bestir í heimi? Nei, vantar eitthvað uppá. Í Kastljósi í gær var ágætt viðtal við verkfræðing sem hafði borið saman byggingariðnaðinn í Noregi og Íslandi. Niðurstaðan var að framlegð í Noregi væri miklu meiri í Noregi en á Íslandi.Best í heimi þar? Nei, vantar aðeins uppá. En við getum huggað okkur við að við erum best í heimi þegar kemur að sjávarauðlindinni.Byggjum háa múra í kringum örfáar kennitölur sem eru þeir bestu í heimi (að sögn). En eru ekki Norðmenn komnir með megnið af loðnukvótanum, og eru að landa á Íslandi. Liggja ekki öll Íslensk skip við bryggju? Jú, en við erum samt besti í heimi í sjávarútvegi og erum með besta kvótakerfið. Getum við ekki öll verið sammála um það?  

 


mbl.is Fimm norskir loðnubátar með liðlega 2.200 tonn til Neskaupstaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband