Sigmundur er fínn stjórnmálamaður.

Það er eins með skák og stjórnmálin að það getur verið vandasamt að finna besta leikinn í flókinni stöðu. Sigmundur hefur sýnt það að hann er glúrinn við að takast á við flóknar stöður stjórnmálanna. Það er öllum holt að hugsa til baka þegar Sigmundur kom með það útspil að lækka upp sprengdar skuldir heimilanna. Hann var sagður lýðskrumari og þaðan af verra. Hann komst til valda og stóð við það sem hann sagði. Jóhanna og Steingrímur sáu ekki þennan leik í flókinni stöðu. Nú segir Sigmundur að það sé engin þörf á að kjósa í haust. Ég er honum hundraðprósent sammála. Ef einhverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram til alþingis þá er þetta sá al vesti tími sem hægt er að hugsa sér. Á nýr frambjóðandi að nota sumarið til að kynna sig? Ef kosið verður næsta vor getur fólk notað næsta vetur til að kynna sig og segja okkur hvað það hefur fram að færa. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal það tekið fram að undirritaður hefur aldrei kosið framsóknarflokkinn á lífsleiðinni. Ég tel mig hinsvegar meta menn af verðleikum.


mbl.is Fer á fullt í stjórnmálabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigmundur hefur sýnt svart á hvítu að endataflið er eftir. Það þýðir lítt að skammast yfir fjendum hans,þeir gera það sem Sigmundi mundi aldrei koma til hugar að gera gegn landi sínu. Það eina sem ég man eftir að vera óánægð með,er að velja ekki Vigdísi í ráðherra stöðu i stað t.d.Eyglóar Harðar.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2016 kl. 18:17

2 Smámynd: halkatla

Jahá, moggabloggarar eru bara að keppast um að vera bestir í gríninu í dag! Sigmundur má eiga það að hann gerir lífið aðeins fyndnara (og stundum taugatrekkjandi) fyrir marga.

halkatla, 25.7.2016 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband