Aron gerir kröfur til sjálfsins

Það er ólíku saman að jafna íþróttum og stjórnmálum á Íslandi. Hvenær skili það gerast  á íslandi að stjórnmálamaður standi upp, segi starfi sínu lausu af því að hann/hún hafi ekki náð þeim árangri sem að var stefnt. Við sjáum stjórnmálamenn sem voru í ríkisstjórn þegar allt hrundi haustið 2008 enn inni á alþingi. Þannig voru Einar Kr. og Guðlaugur Þór báðir í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar allt hrundi hér til helvítis. Eigið fé fólks gufaði upp, margir urðu gjaldþrota og svo mætti lengi telja. Svo virðist sem menn hiki ekki við að fara upp á kassann og biðja fólk um endurnýjað umboð. Kjósendur virðast ekki hika við að krossa við þessa sömu menn og segja "ég treysti engum betur, þetta eru svo góðir drengir". Ekki efast ég um Að Aron Kristjánsson er góður drengur og jafnvel má fullyrða að hann sé góður þjálfari. Ferill hans hefur sýnt það. En Aron gerir kröfur til sjálfsins. Ég held að allir stjórnmálamenn ættu að líta í eigin barm og vera krítískir á sjálfasig og hika ekki við að segja starfi sínu lausu ef þeir ná ekki árangri sem þeir stefna að.


mbl.is Aron hættir með landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband