Framsóknarvilji vs þjóðarvilji

Sú regla, að ef ekki fer saman þjóðarvilji og framsóknarvilji skal framsóknarvilji ráða. Gunnar Bagi er búinn að afskrifa skýrslu atvinnulífsins, alveg sama hvað í henni stendur. Það er skýrt að meirihluti þessarar þjóðar vill kjósa um hvort ljúka eigi viðræðum eða ekki. Ef Gunnar Bragi biði upp á að setja málið í þjóðaratkvæði og gæfi það jafnframt út að ef þjóðin samþykki að ljúka viðræðum þá mundi hann stiga til hliðar, þá væri hann alvöru stjórnmálamaður. En það er hann ekki. Með því að  hafna skýrslu atvinnulífsins fyrirfram og að neita þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslu er ráðherrann svo gjörsamlega að afhjúpa sig sem óhæfan stjórnmálamann. Hér hrundi efnahagslífið með öllum þeim hræðilegu afleiðingum, af því að við höfum haf of marga lélega stjórnmálamenn. Nú hefur Gunnar Bragi svo gjörsamlega stimplað sig inn í þann flokk.
mbl.is Fullkomlega óábyrgt að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það er skýrt að meirihluti þessarar þjóðar vill kjósa um hvort ljúka eigi viðræðum eða ekki."

Nei það er vilji meirihluta þjóðarinnar að kjósa um aðild. Var það einhverntíma gert áður en sótt var um aðild? Nei, það var aldrei gert.

Þar af leiðandi er ekkert lýðræðislegt umboð og hefur aldrei verið fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Verði umsóknin afturkölluð og "viðræðum" slitið væri það því aðeins í samræmi við lög og stjórnskipan íslenska ríkisins.

Þeir sem bera ábyrgð á þessum landráðum mega prísa sig sæla ef það verða einu eftirköstin af glæpum þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2014 kl. 18:03

2 identicon

Merkileg þessi nýtilkomna lyðræðisást vinstrimanna. Ekki spurðu þeir þjóðina, þrátt fyrir kröfur þess efnis, þegar þeir sóttu um í andstöðu við vilja þjóðarinnar og þeir meinuðu þjóðinni tvisvar um að kjósa um Icesave, en vilja núna ólmir kjósa um eitthvað sem ekki er hægt að kjósa um. Núna, þegar þjóðin hefur hafnað þeim.

Af hverju létu þeir ekki kjósa um málið, áður en þeir hættu samningum við ESB? Í alvöru, þeir höfðu FJÖGUR ár til þess. Af hverju vilja þeir kjósa nú, þegar þeir hafa engin völd og engan trúverðugleika?

Hræsnin lekur af þessu ómerkilega liði.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 18:22

3 identicon

Það er allavega ljóst samkvæmt skoðanakönnunum að meirihluti þjóðarinnar vill halda áfram viðræðum.

Alþingi hefur fullt lýðræðislegt umboð fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða hvaða sambandi sem það vill. Umsókn er ekki innganga og gengur á engan hátt á lög eða stjórnarskrá. Og Alþingi eitt hefur umboð fyrir því að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Ekkert ríki hefur haldið almennar bindandi kosningar um hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.

Verði umsóknin afturkölluð og viðræðum slitið verður það aðeins í samræmi við lög og stjórnskipan íslenska ríkisins þar sem Alþingi eitt segir af eða á. Enginn einstaklingur, flokkur eða ríkisstjórn hefur vald til að afturkalla umsókn og slíta viðræðum.

Egill (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband