Ég á íbúð sem Landsbankinn á

Nú eiga bankarnir fyrirfækin í landinu, íbúðirnar, bílana á götunni og fl.og fl. En hverjir áttu þetta áður. Þetta eru eignir sem voru í eigu einstaklinga, fyrirtæka og félaga. Þvílíkt land sem við búum í. Eftir hrun var var talað um að skipta bönkunum í góða og slæma banka. Stóra spurningin er nú. Eru bankarnir góðir eigendur eða slæmir?. Í mínum huga eru þeir afleitir. Þetta eru sömu bankar með nýja kennitölu sem komu landinu á hausinn. Brennuvargarnir þeir meira en ganga lausir, þeir eru fóðraðir á eldspítum. Eitt sinn heyrðist þessi fleyga setning á Skaganum í gamladaga. "Eg á bíl sem pabbi minn á" . Nú get ég eins og fleiri sagt "Ég á íbúð sem Landsbankinn á"
mbl.is Hagnaður Landsbankans 27 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband