Svo geta þeir sem ekki kusu en eru ósáttir barið tunnur á Austurvelli.

Hver er leiðin til breyttra og betri stjórnunarhátta? Er það kannski að berja á tómar tunnur á Austurvelli. Stundum finnst manni að þessari þjóð sé ekki við bjargandi. Þegar fólk fær tækifæri til að hafa áhrif á framtíðina er ekki nenna í þjóðinni til að taka þátt og hafa áhrif. Eftir þessum aulahætti þjóðarinn verður eflaust tekið eftir víða í hinum vestræna heimi. Þátttaka í kosningunum upp á 40% er þjóðar sköm. Ég veit ekki hvar á að mæta til að hrópa. VANHÆFIR KJÓSENDUR.
mbl.is Úrslit hugsanlega ljós á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hátt bylur í tómri tunnu" er spakmæli dagsins eftir þessa kjörsókn!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Rodor

Þú gætir mætt á Austurvelli.

Rodor, 27.11.2010 kl. 22:33

3 identicon

Þessar kosningar eru bara allt í plati og til þess eins framkvæmdar að rugla fólk í ríminu yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.  Núverandi valdhafar mála bara yfir hugsanlega niðurstöðu þessa kjörna stjórnlagaþings kjósi þeir svo og vitið til, við komum til með að sitja á sömu sporum eftir sem áður að öðru leyti en því að þetta er búið að kosta stórfé.

ÞJ (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:51

4 identicon

Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:

Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.

Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.

Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)

 Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.

NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!

Íslenska Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband