Pólitískur afleikur landsfundar.

Umsókn um aðgang að ESB er að fullu á forræði ríkisstjórnarinnar. Sú tímasetning sjálfstæðismanna að taka slíka aðdráttarlausa afstöðu er pólitískur afleikur. Jafnvel þó menn sé á móti aðild hefði verið í góðu lagi að sjá hvernig aðildarviðræður þróuðust. Ég er í þeim flokki að vera ekki búinn að taka afstöðu. Eflaust eru margir í sömu sporum og ég og vilja gefa þessu tíma. Að draga umsóknina til baka er á þessum tímapunkti er pólitískur afleikur forystu sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Vilja draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

80% landsmanna á móti esb, þetta var mjög góð ákvörðun hjá þeim.

Geir (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:23

2 identicon

Egill viltu að Ísland gangi í ESB? Gefum okkur að þú sért ekki viss. Umsókn og viðræður við ESB snúast um það eitt að aðlaga Ísland að lögum og regluverki ESB. Væri ekki réttara að upplýsa fólk um það hvað ESB og hvað innganga hefur í för með sér.

Nú hafa tíu lönd gengið inn í ESB á undanförnum árum. Það sem lesa má úr inngönguferli þeirra er þetta:

Ekkert ríki fær undanþágur frá lögum og relgum esb, það á líka við um sjávarútvegsstefnuna

Umsóknarferlið er ekki samningaferli heldur aðlögunarferli

ESB setur mjög hörð skilyrði á að ríki uppfylli allar gerðir sambandsins fyrir inngöng. Samkvæmt tölum frá EFTA og Alþingi hefur Ísland tekið upp innan við tíu prósent af gerðum sambandsins svo um gífurlega mikla breytingu væri að ræða á lagaumhverfi landsins. Ísland mun missa alla fríverslunarsamninga og samninga um veiði í deilistofnum. Það er samhljóma álit sérfræðinga um fiskveiðisamninga að Ísland njót gífurlega góðra samninga og betri en ESB.

Er virkilega þess virði að fórna fullveldi Íslands og undirstöðu atvinnuveg okkar fyrir það eitt að sjá samninga sem mun líta nákvæmlega eins út og samningar þeirra tíu ríkja sem þegar hafa komið inn í ESB? Halda Íslendingar að við munum geta samið okkur frá stofnsáttmálum ESB?

Mér finnst ekki rétt að við séum að hefja þá vegferð að umbylta samfélaginu í átt að ESB án þess að þjóðin fái að kjósa um það. Drögum umsóknina til baka, einbeitum okkur að þeim brýnu verkefnum sem liggja fyrir og ræðum síðan hvað ESB umsókn hefur í för með sér og látum þjóðina kjósa um hvort hefja eigi viðræður með öllum þeim skilirðum sem ESB setur til slíkra viðræðna.

Landið (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:28

3 identicon

Biðst velvirðingar á því hvað þetta er mikill doðrantur hjá mér en vona að hann skýri betur afstöðu okkar sem teljum að rétt sé að draga umsóknina til baka.

Landið (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:28

4 identicon

Nei, ég hef ekki tekið afstöðu. En mér finnst eins og ég hafi upplifað það nú tvö síðustu ár hvað það þýðir að vera ekki í ESB. Ég hefði kosið að umræðan fengi að þroskast og þróast næstu vikur og mánuði. Með því að draga umsóknina til baka er eins og að stinga pinnanum í hjólið og stöðva umræðuna. Stundum þarf maður ekki að taka afstöðu, sjálfstæðisflokkurinn er í þeirri stöðu núna að hann hefði ekki þurft að taka afstöðu til þess að draga umsóknina til baka. Heilbrigðara hefði verið að sýra umræðunni næstu vikur og dag. Alveg sama hvort við förum þarna inn eða ekki. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:15

5 identicon

Egill það er búið að taka ákvörðun fyrir þig með því að sækja um aðild að sambandinu. Það er ekkert lengur til sem heitir aðildar umsókn. það sem við erum í í dag er aðildaraðlögunarferli. eftir að norðmenn höfnuðu ESB í annað sinn þá var ferlinu breytt. núna er svo litið á að engin þjóð sæki um aðild nema hún ætli sér að ganga inn í sambandið. af þeim sökum þá er umsóknarþjóðum gert skylt að taka upp allar reglur og aðlaga alla stjórnsýslu sína að ESB áður en það er tekin ákvörðun um að hleypa landinu inn.

um hvað eigum við að semja þegar það verður búið að innleiða öll lög og stofnsáttmála ESB? þar með talið Rómarsáttmálan sem kveður á um sjávarauðlindir landsins falli undir valdastofnanir í Brussel?

Á hvaða tímapunkti telur þú að þjóðin eigi að fá að segja sitt í þessu? þegar búið er að aðlaga Ísland að ESB eða áður?

Landið (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:32

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Landið hvað sem þú heitir, þú ert því miður einn af þeim sem málar skrattann á vegginn og ferð með staðlausa stafi um aðildarviðræður Íslands og ESB. Þessar viðræður eru án nokkurra skuldbindinga um að við göngum inn, þannig var það í Noregi þegar þeir tvívegis felldu gerða samninga sem ekki öðluðust gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi. Það er einnig opið fyrir þjóðir að ganga úr ESB, það gerðu bæði Færeyingar og Grænlendingar þó báðar þjóðir njóti kosta aðildar í gegnum Danmörku.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband