Nú á að flagga í hálfa stöng um land allt.

Hér speglast algjör aumingjaskapur þingkjörinna fulltrúa fólksins sem byggir þetta land. Stjórnmálamenn hafa framselt valds sitt til banka og útgerðamanna. Sameiginlega þ.e útgerðamenn og bankar mynda verð á aflaheimildum hvort heldur til lengri eða skemmri tíma. Alþingismenn eru aumir áhorfendur og taka aðeins við fyrirmælum frá útgerðamönnum um að þetta sé besta kerfi í heimi. Langbest sé að bankar og útgerðamenn ráði þessu. Afraksturinn er að heilu fljótin af peningum runnu til aflandseyja og bankinn hélt sérstakt námskeið hvernig hægt væri að komast hjá skattgreiðslu vegna þessara fjármuna. Ein birtingarmynd af þessari óstjórn birtis í þessari frétt þar sem tugir manna er aðeins "delete" eining í exelskjali. Nú er tíminn og tækifærið til að taka þetta vald af bönkum og útgerðinni og færa það til þeirra sem auðlindina eiga. Þetta er sorglegur dagur fyrir minn gamla heimabæ og ærið tilefni til að flagga í hálfa stöng.


mbl.is 86 sagt upp störfum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband