Nú koma þingmenn á hnjánum til útvegsmanna.

Þetta er ömurlegur farsi. Auðlindin kringum Ísland er þjóðareign. Þjóðin felur síðan þingmönnum að fara með þessa eign fyrir sína hönd. Síðan afhenda þingmenn útgerðamönnum öll völd til örfárra útgerðramanna. Síðan er það æði oft sem við horfum, ekki upp á mistök við stjórnun auðlindarinnar, frekar mætti kalla það stjórnunarleg afglöp. Tökum dæmi. Sennilega er búið að selja alla auðlindina ca tvisvar sinnum. Um þennan markað sem sennilega hefur velt  hundruðum milljarða síðustu ár, gilda engar reglur eða regluverk. Til samanburðar má benda á að reglur og regluverk LME (London metal exchange) sem er markaður með ýmsa málma þ.á.m ál er upp á 250 blaðsíður. Verðmyndun hefur alfarið verið í höndum banka og útgerðarmanna. Þeir sameiginlega hafa verðlagt kvótann upp úr öllu valdi án þess að nokkur markaðsleg áhrif hafi komið þar nálægt. Bankarnir hafa vitað um hæfi auðlindarinnar til að borga vexti og verið örlátir á lán út á kvóta, sem þeir síðan lána almenningi á okurvöxtum. Við þekkjum afleiðingarnar. Hér hrundi allt heila bixið 2008. Afleiðingarnar þekkja allir. Gjaldþrot þúsunda heimila og eignaþurrð tugþúsunda annarra. Fleira mætti nefna til þar sem ekki er um mistök við stjórnun auðlindarinnar, frekar afglöp. Hvað þarf? Það sem þarf er að þingmenn fari af hnjánum og standi í lappirnar og byrji á að stjórna þessari auðlind með hagsmuni fólksins sem á auðlindina. Hætti að byggja hér háar girðingar í kringum örfáar kennitölur.


mbl.is Þingmenn skora á HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband