Stysta leiðin upp úr pyttinum.

Nú er mikilvægt að stjórnmálamenn standi í lappirnar og finni stystu leið upp úr þeim forar pytti sem þeir sjálfir rötuðu í. Út af hverju í andskotanum þarf að kjósa til alþingis af því að kona átti peninga í útlöndum? Kona sem er með þau tengsl  við alþingi að hún á mann sem þar situr. Í tauga panik og stressi sögðu stjórnmálamenn að kosningar yrðu næsta haust. Ekki er hin minnsta átæða til að kjósa fyrr en næsta vor. Gefst þá stjórnmálamaönnum tækifæri á að undirbúa sig fyrir kosningarnar og segja okkur kjósendum hvað þeir hafi fram að færa. Stysta og ábyrgasta leið upp úr pyttinum er að boða til kosninga næsta vor.


mbl.is „Þetta er búið og gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur er fínn stjórnmálamaður.

Það er eins með skák og stjórnmálin að það getur verið vandasamt að finna besta leikinn í flókinni stöðu. Sigmundur hefur sýnt það að hann er glúrinn við að takast á við flóknar stöður stjórnmálanna. Það er öllum holt að hugsa til baka þegar Sigmundur kom með það útspil að lækka upp sprengdar skuldir heimilanna. Hann var sagður lýðskrumari og þaðan af verra. Hann komst til valda og stóð við það sem hann sagði. Jóhanna og Steingrímur sáu ekki þennan leik í flókinni stöðu. Nú segir Sigmundur að það sé engin þörf á að kjósa í haust. Ég er honum hundraðprósent sammála. Ef einhverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram til alþingis þá er þetta sá al vesti tími sem hægt er að hugsa sér. Á nýr frambjóðandi að nota sumarið til að kynna sig? Ef kosið verður næsta vor getur fólk notað næsta vetur til að kynna sig og segja okkur hvað það hefur fram að færa. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal það tekið fram að undirritaður hefur aldrei kosið framsóknarflokkinn á lífsleiðinni. Ég tel mig hinsvegar meta menn af verðleikum.


mbl.is Fer á fullt í stjórnmálabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur tvískinnungur .

Á fundi í Valhöll daginn fyrir landsfund bar undirritaður upp tillögu þess eðlið að komið skuli á markaðslegri umgjörð um viðskipti með aflaheimildir í sjávarútvegi, hvort heldur til lengri eða skemmri tíma. Tillagan var vandlega undirbúin. Tillögunni ásamt greinargerð var send á formann atvinnuveganefnd viku fyrir fundinn. Var það gert í þeirri von að fundarmenn fengu að kynna sér til tillöguna í tíma. En auðvita var tillagan ekki birt. Ég fylgdi tillögunni sjálfur eftir á fundinum. Það er skemmst frá því að segja að tillagan var kol felld. Frekar vilja  sjálfstæðismenn reisa girðingar í kringum örfáar kennitölu í sjávarútvegi. Þessa á meðal voru sus. Síðan er þessir sömu ungar að veita verðlaun vegna frelsis til viðskipta á sama tíma og þeir samþiggja að reisa hár girðingar í kringum örfáar kennitölur í sjávarútvegi.Ég veit ekki betur en frelsisverlaunaþeginn hafi bara verið nokkuð öflugur í þessari girðingarvinnu. Þvílík hræsni og þvæla. Sus höfðu ekki einu sinni kjark til að ræða þessa tillögu mína. Slíkir kjúklingar voru þeir.Svo ætla þessir ungar til að fólk taki mark á þeim.Þvílíkur tvískinnungur og hræsni.


mbl.is Sigríður Andersen fær frelsisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband